Færsluflokkur: Bloggar

Ráðherra veðurtepptur á Flateyri

Alveg ganga fram af mér skrif Ómars Ragnarssonar í garð Illuga Jökulssonar ráðherra sem veðurtepptur er á Flateyri í heimabæ Brynhildar konu sinnar.Ég vona að þau láti sér bara líða vel og slaki á sem ég efast ekkert um að þau geri.Það er eins og allt sem hefur farið úskeiðis í samgöngumálum okkar Vestfirðinga sé honum að kenna. Þegar ákveðið var með veginn yfir Steingrímsfjarðarheiði var Illugi bara púki eins og við segjum hér á Ísafirði ef ég man rétt er maðurinn rétt um fimmtugt.

Það er ekkert flugveður hér fyrir vestan þó það væri næturflugvöllur.

Þér er bara ósköp venjulegt vetrarveður sem hefur reyndar staðið lengur en venjulega. Það eru allar flugsamgöngur og allar aðrar samgöngur í "guðs eigin landi( USA)" meira og minna í molum þrátt fyrir næturflugvelli, lestir, hraðbrautir og ég man ekki meira. Og gleymið því ekki að þar fer frostið niður í -20 til -30 á C og strekkingsvindur sýndist mér í sjónvarpsfréttunum í kvöld.

Hér væla alltof margir yfir éljagangi og þegar hitastigið þokast niður fyrir núllið. Þó ég viti vel að þetta ástand kemur mörgum illa.

Við eigum heima á þessu landi og höfum valið að búa hér og við skulum bara taka landinu okkar með öllum þess kostum og göllum.

P.S Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkin og hef aldrei hitt Illuga Gunnarsson.


mbl.is Ráðherra veðurtepptur á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Magni Örvar Guðmundsson

Höfundur

Magni Örvar Guðmundsson
Magni Örvar Guðmundsson
Borinn og barnfæddur Ísfirðingur fæddur 1944
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband